Spila myndband

Innihald

Bláa Lónið er eitt af undrum veraldar. Í jarðsjónum sem á uppruna sinn á allt að 2000 metra dýpi finnast þörungar, kísill og steinefni sem eiga sér hvergi hliðstæðu í heiminum. Óviðjafnanlegir eiginleikar þessara efna eru nýttir til framleiðslu húðvara sem endurnæra húðina, styrkja og vinna gegn öldrun hennar.

Virkni

Vísindalegar rannsóknir unnar í samvinnu við færustu sérfræðinga heims sýna fram á virkni þörunga og kísils gegn öldrun húðarinnar. Sjaldgæfar tegundir smáþörunga eru einangraðir úr jarðsjónum og byggja húðvörur Bláa Lónsins á virkni þeirra. Þeir vinna gegn niðurbroti á kollageni og örva einnig nýmyndun kollagens. Einstakur hvítur steinefnaríkur kísill hefur styrkjandi áhrif á húðina og stuðlar að heilbrigðri starfsemi í efsta lagi húðarinnar. Húðin öðlast sléttari áferð og heilbrigt yfirbragð.

Framleiðsla

Á rannsóknarsetrinu í Svartsengi eru hin einstöku efni úr jarðsjó Bláa Lónsins unnin og einangruð. Þar vinna færustu sérfræðingar við að draga fram og varðveita fágæta eiginleika efnanna. Allar vinnsluaðferðir eru grænar og umhverfisvænar. Í þessu hárfína samspili náttúru og vísinda verða til húðvörur sem eiga engan sinn líka og gera þér kleift að njóta kosta Bláa Lónsins hvar og hvenær sem er.

Notkun

Blue Lagoon húðvörulínan byggir á þriggja þrepa orkumeðferð sem felst í því að hreinsa,veita orku og næringu. Hreinsun er fyrsta skrefið í daglegri umhirðu húðarinnar. Blue Lagoon hreinsilínan veitir vellíðan og undirbýr húðina fyrir næstu skref. Virkar formúlur húðvaranna veita orku og stuðla að heilbrigði húðarinnar. Næring er er lokaskref orkumeðferðarinnar þar sem háþróaðar formúlur Blue Lagoon varanna næra, vernda og endurbyggja húðina.

Algea Mask

Fyrir allar húðtegundir sem bera merki um streitu og öldrun.

Kaupa vöruna

Nánar